Í gær sunnudaginn 14. apríl 2024 hélt Badmintonfélag Hafnafjarðar Deildakeppnisdag, í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnafirði.
Fimmta og lokaumferð var leikin í 1. deild og úrslitin urðu þannig að
TBR - Unglingar urðu Íslandsmeistarar í 1. deild 2024 og lið BH-K varð í öðru sæti.
TBR-Unglingar Íslandsmeistarar í 1. deild 2024
BH-K 2. sæti í 1. deild 2024
Þrjár viðureignir fóru fram í 1. deild og urðu úrslitin eftirfarandi:
TBR - Unglingar sigraði UMFA - BH 5 - 2
UMFA - BH
BH - K sigraði BH - S 4 - 3 og
BH - S
TBR - KR Sleggjur sigraði ÍA 5 - 2
TBR - KR Sleggjur
ÍA
Verðlaunaafhending fyrir Deildakeppni BSÍ 2023 - 2024 verður á Meistaramóti Íslands, laugardaginn 27. apríl 2024.
Úrslit einstakra leikja og upplýsingar um næstu leiki má finna á Tournament software
Comments