top of page
Search
  • bsí

Deildakeppnin hefst á morgun - hugum vel að handþvotti og takmörkum snertingar

Badmintonsamband Íslands óskar eftir því að vegna kórónuveirunnar munu keppendur, áhorfendur, starfsmenn móta o.fl takmarka snertingar sín á milli. Það þýðir til að mynda að takast ekki í hendur fyrir eða eftir leik og ekki gefa fimmu eða faðmast. Þess heldur að heilsast fyrir leik eða þakka fyrir leikinn með því að veifa, setja sínar eigin hendur saman og kinka kolli eða leggja spaðahausinn að öxl meðspilara / mótherja. Með þessu og öflugum handþvotti eins og yfirvöld hafa mælt með getum við saman dregið úr líkum á smiti.


Stjórn Badmintonsambands Íslands


54 views0 comments

Comentarios


bottom of page