top of page
Search
annamargret5

Drífa Harðardóttir þrefaldur Evrópumeistari!

Drífa Harðardóttir náði þeim frábæra árangri að verða þrefaldur Evrópumeistari á 2024 European Senior Championships sem fram fór Belgíu 25. september til 31. ágúst s.l.



Drífa keppti í öllum þremur greinunum, einliða- tvíliða- og tvenndarleik, og sigraði þær allar.


Í fyrstu leikjum mótsins lenti Drífa á móti talsvert lakari mótherjum. "Það var ágætis æfing að halda haus allan leikinn og einbeita sér".

Fínir leikir komu í 8- liða úrslitum og út mótið. Á föstudeginum voru spilaðar tvær umferðir í 8-liða og undanúrslit. Það gerði það að verkum að Drífa var í höllinni frá 9 um morguninn til 23 um kvöldið og spilaði sex leiki sem var býsna strembið.



"Þetta er búið að vera mjög gott mót, vel staðið að öllu. Þetta er víst stærsta Evrópumót sem hefur verið haldið með tæplega 1600 spilurum. Þar sem ég er ein frá Íslandi þá hafa danirnir tekið mér mjög vel og ég verið hluti af þeim hóp sem er ágætlega stór. Ég þekki einnig marga úr mínu félagi í Hvidovre".



Aðstæðurnar í keppnishöllinni, Sportcomplex Velodroom, eru mjög áhugaverðar. Sjálf höllin er hjólahöll og fyrir utan höllina er kappakstursvöllur. Fyrsta keppnisdaginn var 24 tíma kappakstur í gangi og því mikill hávaði sem barst inn. Það eru 16 badmintonvellir í höllinni og sjálf höllinn er mjög stór þar sem hjólabrautin er í kringum badmintonvellina. Hjólabrautin er ljós á litinn, áhorfendastúkan hvít á litinn og ljós yfir miðjum velli. Það var því margt sem þurfti að venjast en það gekk alveg ágætlega að hennar sögn - þrjú gull í vasann staðfesta það! :)




Drífa hvetur leikmenn sem eru orðnir 35+ prufi að fara á svona mót, hvort sem það er EM eða HM. Því það er mikill og góður félagsskapur og góð skemmtun!


Við óskum Drífu innilega til hamingu með frábæran árangur!






93 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page