top of page
Search
  • bsí

Dregið í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða 7.júlí


Mynd af kvennalandsliði Íslands sem tók þátt í Evrópumeistaramóti kvennalandsliða í febrúar fyrr á þessu ári


Forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða fer fram dagana 9. - 12. desember næstkomandi og mun Ísland senda lið til þátttöku. Dregið verður í forkeppnina 7. júlí.

Tvö lönd fara beint í aðalkeppnina sem fer fram í Finlandi 16. - 20. febrúar 2021. Danmörk fara beint inn í aðalkeppnina sem ríkjandi Evrópumeistarar og Finnland fær sæti þar sem þeir eru að halda aðalkeppnina.

Dregið verður í sex riðla þar sem ein þjóð fær röðun í hverjum riðli. Riðlar 1 - 4 verða með fjórum löndum í þar sem sigurvegari hvers riðils fær sæti í aðalkeppninni. Riðlar 5 og 6 verða skipaðir af 6 liðum þar sem tveir undirriðlar verða með þremur liðum. Með öðrum orðum skiptist riðill 5 í riðil A og B þar sem sigurvegari A riðils spilar við sigurvega B riðils og mun það lið sem vinnur fá sæti í aðalkeppninni. Meðfylgjandi mynd útskýrir betur við hvað er átt.

Búið er að ákveða hvaða lönd fá röðun og í hvaða riðil þau fara sem má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.


Á næstu vikum verður ljóst hvar keppnisstaðir verða en hver riðill fyrir sig er spilaður í einhverju þeirra landa sem eru í viðkomandi riðli

Mynd af karlalandsliði Íslands sem tók þátt í Evrópumeistaramóti karlalandsliða í febrúar fyrr á þessu ári

77 views0 comments

Comments


bottom of page