Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir TBR / ÍA eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna árið 2021. Þær mættu í úrslitum þeim Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur TBR og unnu leikinn 21-13 og 27-25 þar sem mikið var um löng rallý.
Elsa og Drífa eiga þónokkra Íslandsmeistaratitla að baki en Elsa var Íslandsmeistari í einliðaleik árin 1991-1995 og aftur árin 1998-2000 og eru því þrjátíu ár frá hennar fyrsta titli. Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020.
Yorumlar