top of page
Search
 • annamargret5

Evrópumeistaramóti einstaklinga 2024 lokið


Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson Mynd tók; Guðrún Björk Gunnarssdóttir


Þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu búlgarska tvíliðaleiksparinu Ivan Rusev og Iliyan Stoynov á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fór fram í Saarbrucken dagana 8.-14. apríl s.l.


Leikurinn fór 21-13 og 21-16 búlgarska parinu í vil. Íslensku strákarnir áttu mjög góðan kafla í seinni lotu og áttu þeir góðan möguleika á að knýja fram oddalotu.


Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins:


Einliðaleikur karla:

 1. sæti Anders Antonsen

 2. sæti Toma Junior Popov

 3. -4. sæti Viktor Axelsen og Joakim Oldorff

Einliðaleikur kvenna:

 1. sæti Carolina Marin

 2. sæti Kirsty Gilmour

 3. - 4. sæti Neslihan Arin og Julie Dawall Jakobsen

Tvíliðaleikur kvenna:

 1. sæti Margot Lambert / Anne Tran

 2. sæti Gabriela Stoeva / Stefani Stoeva

 3. -4. sæti Bengisu Ecetin / Nazlican Inci og Debora Jille / Cheryl Seinen


Tvíliðaleikur karla:

 1. sæti Kim Astrup / Anders Skaarup Rasmussen

 2. sæti Andreas Sondergaard / Jesper Toft

 3. - 4. sæti Rasmus Kjær / Frederik Sogaard og Ben Lane / Sean Vendy

Tvenndarleikur:

 1. sæti Thom Gicquel/ Delphine Delrue

 2. sæti Mathias Christiansen/ Alexandra Bøje

 3. -4 sæti Mathias Thyrri/ Amalie Magelund og Robin Tabeling/ Selena Piek


Myndir fengnar af FB síðu Badminton Europe, ljósmyndari: Sven Heise

72 views0 comments

Comments


bottom of page