top of page
Search
  • annamargret5

Evrópusumarskólinn og þjálfaranámskeið á Lahti, Finnlandi 4.-11. júlí

Updated: Mar 24, 2022


Sumarskóli Badminton Europe verður haldin í Lahti, Finnlandi 4.-11. júlí. Þetta eru æfingabúðir fyrir efnilega U15 leikmenn og samhliða búðunum verður haldið þjálfaranámskeið á vegum Badminton World Federation.


Hvert aðildaland getur sótt um sæti fyrir allt að sex leikmenn (f. 2007-2008) og fjóra þjálfara. Helgi landsliðsþjálfari mun velja leikmennina fyrir 12. apríl og í lok apríl kemur svo í ljós hversu mörg sæti Ísland fær útdeilt.


Þjálfarateymið sem leiða æfingabúðirnar eru ekki af verri endanum:

• Alan McIlvain, fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu, Ungverjalands og Skotlands

• Wojciech Szkudlarczyk, fyrrum topp spilari í tvíliðaleik og þjálfar nú í Póllandi

• Huaiwen Xu, tvöfaldur Evrópumeistari og tvöfaldur bronshafi á Heimsmeistaramóti í einliðaleik.


Hér er því frábært tækifæri fyrir U15 leikmennina okkar að komast á gæðaæfingar og fá að spila við jafnaldra sína frá öðrum löndum.Þjálfaraámskeiðið heitir BWF Coach Education - Level 2 og þurfa þjálfarar að hafa lokið BWF Level 1eða öðru sambærilegu námskeiði og hafa jafnframt

viðeigandi reynslu af badmintonþjálfun til þess að geta tekið þátt í þessum búðum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér betur þjálfaranámskeiðið geta lesið sér til um það hér: https://development.bwfbadminton.com/coaches/level-2


Áhugasömum þjálfurum sem vilja skrá sig á þjálfaranámskeiðið er bent á að senda póst á annamargret@badminton.is

113 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page