top of page
Search
  • bsí

Framundan í afreksmálum BSÍ 2023


Kenneth Larsen landsliðsþjálfari Íslands hefir valið þau verkefni og æfingabúðir sem framundaundan eru á árinu 2023:


Evrópumót U17 Litháen

Nú stendur yfir Evrópumót U17 í Vilníus í Litháen þar sem Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS og Stefán Logi Friðriksson BH taka þátt fyrir Íslands hönd í einstaklingskeppni mótsins.


Heimsmeistaramót U19 í Bandaríkjunum 25-30. september

HM U19 verður í Spokane í Washington á vesturströnd Bandaríkjanna, 25-30 september og verður tekið þátt í liðakeppni mótsins. Búið er að draga og verður Ísland í riðli með Tælandi, Bandaríkjunum, Slóveníu og Perú. Valdir verða 8 leikmenn og verður valið tilkynnt 11. ágúst 2023.


Æfingabúðir 7-10. september

Kenneth Larsen og Kjartan Ágúst Valson verða með æfingabúðir ásamt þvi að þjálfaranámskeið verður haldið samhliða. Verða æfingabúðirnar í þetta skiptið bæði í TBR og BH.


Small State og Europe - Team Championship á Möltu 3-5. nóvember.

Nýtt verkefni sem hefur verið í undirbúningi í nokkur ár er loksins orðið að veruleika, en nokkrar þjóðir hafa tekið sig saman og sett á liðakeppni. Mótið verður haldið á Möltu en þetta er óformlegt mót en stefnt er að því að þetta mót verði stærra í framtíðinni. Valdir verða 6-8 leikmenn í þetta verkefni eftir æfingabúðirnar sem haldnar verða í september. En þáttökuþjóðir eru Malta, Kýpur, Færeyjar, Grænland, Monakó, Gíbraltar, Lichtenstein og Isla og Man(Mön) verður gestaþjóð.


Undankeppni Evrópumóts karla og kvenna - Desember

Verður haldin í dember en ekki er komið í ljós hvar, en möguleiki er að keppnin verður á mismunandi stöðum. valdir verða 3-4 leikmenn í hvort verkefnið. Karlar eru í riðli með Englandi, Sviss og Svíþjóð en konur eru í riðli með Þýskalandi, Englandi og Noregi.
Æfingabúðir október og desember

Kenneth Larsen og Kjartan Ágúst Valson verða með æfingabúðir fyrir keppnishópa BSÍ ásamt þvi að þjálfaranámskeið verður samhliða.

231 views0 comments

Comments


bottom of page