top of page
Search
  • bsí

HM í badminton á BWF.TVEr búið að pakka inn gjöfunum og horfa á allar jólamyndir á Netflix? Ekkert mál því í dag eru spiluð undanúrslit og á morgun úrslit á heimsmeistaramótinu í badminton sem fram fer í Huelva á Spáni. Dagskráin hófst í morgun með undanúrslitum í einliðaleik kvenna þar sem Tai Tzu Ying átti við He Bing Jia, en Tai er efst á heimslistanum í dag.


Það er ekki nema nokkrir dagar síðan Drífa Harðardóttir og Elsa Nielssen hömpuðu heimsmeistaratitli í flokki 40-44 ára og Broddi Kristjánsson bronsi í flokki 60-65 ára á HM Senior á Spáni og nú er komið að þeim bestu í heimi að takast á um titilinn heimsmeistari í badminton sem fram fer í beinni útsendingu á frábærum gæðum á youtube stöð alþjóða badmintonsambandsins. BWF TV - YouTube
Mælum með því að leggjast uppí sófa og horfa á badminton.28 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page