top of page
Search
  • bsí

Kári úr leik á SpániKári Gunnarsson tók nú í morgun þátt í forkeppninni í einliðaleik á Barcelona Spain Masters 2020 mótinu en mótið er hluti af HSBC BWF World Tour Super 300 mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári mætti í fyrstu umferð forkeppninnar Karan Rajan Rajarajan en hann er í 184 sæti heimslistans en Kári er í 126.sæti. Karan náði snemma forystu í fyrslu lotunni og jók smátt og smátt við hana en hann vann fyrri lotuna 21-13. Í seinni lotunni náði Kári að halda lengur í við Karan en eftir leikhlé náð Karan að auka forystuna og endaði seinni lotan 21-14. Hefur því Kári lokið leik á þessu móti.


Næsta mót hjá Kára verður í Jamaíka en það mót fer fram dagana 3. - 8. mars.

70 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page