top of page
Search
  • bsí

Kristófer og Drífa Íslandsmeistarar í tvenndarleik




Kristófer Darri Finnsson, TBR og Drífa Harðardóttir ÍA eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik . Í úrslitaleiknum mættu þau Davíð Bjarna Björnssyni, TBR og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH. Fór svo að Kristófer og Drífa unnu góða sigur 21-17 og 21-11.

Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra saman en þetta var þriðji Íslandsmeistaratitillinn hjá Kristófer en hann vann í fyrra með Margréti Jóhannsdóttur og árið 2018 með Erlu Björgu Hafsteinsdóttur. Þá er þetta sjötti Íslandsmeistaratitillinn hjá Drífu í tvenndarleik. Árið 1998 vann hún með Árna Þór Hallgrímssyni, 1999 með Brodda Kristjánssyni, 2003 og 2004 með Sveini Sölvasyni og síðan með Helga Jóhannessyni árið 2006.

133 views0 comments

Kommentare


bottom of page