Search
  • bsí

Kristófer og Drífa Íslandsmeistarar í tvenndarleik
Kristófer Darri Finnsson, TBR og Drífa Harðardóttir ÍA eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik . Í úrslitaleiknum mættu þau Davíð Bjarna Björnssyni, TBR og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH. Fór svo að Kristófer og Drífa unnu góða sigur 21-17 og 21-11.

Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra saman en þetta var þriðji Íslandsmeistaratitillinn hjá Kristófer en hann vann í fyrra með Margréti Jóhannsdóttur og árið 2018 með Erlu Björgu Hafsteinsdóttur. Þá er þetta sjötti Íslandsmeistaratitillinn hjá Drífu í tvenndarleik. Árið 1998 vann hún með Árna Þór Hallgrímssyni, 1999 með Brodda Kristjánssyni, 2003 og 2004 með Sveini Sölvasyni og síðan með Helga Jóhannessyni árið 2006.

131 views0 comments