top of page
Search
  • laufey2

LANDSBANKAMÓT ÍA 2023, 11 - 12 MARS.

Unglingameistaramót Badmintonfélags Akraness og Landsbankans verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu helgina 11. – 12. mars.


Keppt verður í aldursflokkunum U11 til U17.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að sameina flokka sé dræm þátttaka.

Keppt verður í öllum greinum í öllum flokkum.


Í einliðaleik verða A og B flokkar. Leikið verður til úrslita í öllum flokkum.

Allir fá þátttökuverðlaun í U11.


Keppni hefst klukkan 9 báða dagana.

U11 keppir kl. 9 á laugardag.

Nánari dagskrá verður gefin út þegar skráningar hafa borist.


Mótsgjöld eru 2000 kr. í einliðaleik og 1800 kr. í tvíliða- og tvenndarleik.

Mótsgjöld fyrir U11 eru 1500 kr.


Þátttöku skal tilkynna eigi síðar en laugardaginn 4.mars á netfangið badminton@ia.is


Vinsamlega látið alla keppendur og foreldra vita af þessu!

Vinsamlega athugið að íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetufrítt svæði. Allar vörur með hnetum eru bannaðar í íþróttahúsinu. Flest orkustykki (t.d. Corny) innihalda hnetur, margar kextegundir og fleira.


f.h. Badmintonfélags Akraness


Helena Rúnarsdóttir

s. 849-7102


133 views0 comments

Comments


bottom of page