Search
  • bsí

Landsliðsþjálfarar Íslands framlengja ekki samninga sína


Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen afreksstjóri / aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa tilkynnt Badmintonsambandi Íslands að þau óski ekki eftir að framlengja samninga sína og munu því ljúka störfum í lok sumars. Tinna og Jeppe hafa skilað mjög góðu starfi til sambandsins og haft góðar og jákvæðar breytingar á afreksstarf sambandsins og hefur Badmintonsambandið hug á að halda áfram á þeirri braut. Nú fljótlega mun því fara í gang sú vinna að finna öflugan einstakling/a til þess að taka við keflinu af Tinnu og Jeppe.

Tinna og Jeppe munu fara með U15 ára landslið Íslands á Evrópumeistaramót U15 og síðan með karla- og kvennalandslið Íslands til Parísar þar sem Evrópumeistaramót karla- og kvennalandsliða fara fram. Þá eru einnig skipulagðar æfingabúðir landsliða nú í febrúar og apríl.

225 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e