top of page
Search
  • bsí

Margrét og Kári Íslandsmeistarar í einliðaleik




Margrét Jóhannsdóttir TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir öruggan sigur á Sigríði Árnadóttur TBR 21-13 og 21-11. Er þetta fimmta árið í röð sem Margrét vinnur Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna.


Kári Gunnarsson er Íslandsmeistari í einliðaleik karla eftir góðan sigur á Róberti Inga Huldarssyni BH. Kári var með yfirhöndina alla fyrstu lotuna og vann 21-9. Seinni lotan var öllu jafnari en Kári vann hana 21-15. Er þetta níunda árið í röð sem Kári vinnur þennan titil og þriðji bikarinn sem hann vinnur sér inn til eignar.


Nánari úrslit frá mótinu má finna hér.


195 views0 comments

Comments


bottom of page