Search
  • bsí

Margrét og Sigríður Íslandsmeistarar í tvíliðaleik
Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær mættu í úrslitleik þeim Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Drífu Harðardóttur ÍA. Fyrri lotan var nokkuðu jöfn og spennandi en Margrét og Sigríðu voru samt alltaf einu skrefi á undan. Unnu Margrét og Sigríður lotuna 21-17. Í þeirri seinna var sama upp á teningnum þar sem Margrét og Sigríður höfðu forystu í byrjun lotunnar. Eftir sem leið á lotuna náðu Erla og Drífa að minnka muninn og var jafnt í stöðunni 20-20. Voru það að lokum Margrét og Sigríður sem unnu lotuna 23-21.


Er þetta þriðja skiptið sem Margrét og Sigríður vinna þennan titil en þær unnu einnig árin 2017 og 2018.165 views0 comments

Recent Posts

See All

Kári hefur leik í dag

Kári Gunnarsson hefur leik á Evrópumeistaramóti einstaklinga nú í dag. Mun hann mæta Christian Kirchmayr frá Sviss og fer leikurinn þeirra fram á velli 1 og er sá þriðji í röðinni á þeim velli í dag.

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM