top of page
Search
  • bsí

Margrét og Sigríður Íslandsmeistarar í tvíliðaleik




Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær mættu í úrslitleik þeim Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Drífu Harðardóttur ÍA. Fyrri lotan var nokkuðu jöfn og spennandi en Margrét og Sigríðu voru samt alltaf einu skrefi á undan. Unnu Margrét og Sigríður lotuna 21-17. Í þeirri seinna var sama upp á teningnum þar sem Margrét og Sigríður höfðu forystu í byrjun lotunnar. Eftir sem leið á lotuna náðu Erla og Drífa að minnka muninn og var jafnt í stöðunni 20-20. Voru það að lokum Margrét og Sigríður sem unnu lotuna 23-21.


Er þetta þriðja skiptið sem Margrét og Sigríður vinna þennan titil en þær unnu einnig árin 2017 og 2018.



171 views0 comments

Comments


bottom of page