Search
  • bsí

Margrét og Sigríður Íslandsmeistarar í tvíliðaleik
Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær mættu í úrslitleik þeim Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Drífu Harðardóttur ÍA. Fyrri lotan var nokkuðu jöfn og spennandi en Margrét og Sigríðu voru samt alltaf einu skrefi á undan. Unnu Margrét og Sigríður lotuna 21-17. Í þeirri seinna var sama upp á teningnum þar sem Margrét og Sigríður höfðu forystu í byrjun lotunnar. Eftir sem leið á lotuna náðu Erla og Drífa að minnka muninn og var jafnt í stöðunni 20-20. Voru það að lokum Margrét og Sigríður sem unnu lotuna 23-21.


Er þetta þriðja skiptið sem Margrét og Sigríður vinna þennan titil en þær unnu einnig árin 2017 og 2018.167 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e