- laufey2
MEISTARAMÓT ÍA 2022, 22 - 23 OKTÓBER
Meistaramót ÍA (áður Atlamót) verður haldið í íþróttahúsinu á Vesturgötu, Akranesi, helgina 22. -23. okt. n.k. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ 2022 - 2023 og gefur stig á styrkleikalista fullorðinna.
Keppt verður í Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Keppt verður í öllum greinum í öllum deildum.
Riðlar í öllum greinum (réttur til að breyta keppnisfyrirkomulagi í samræmi við skráningu er áskilinn).
Áætlað er að keppni í tvíliða- og tvenndarleik fari fram annan daginn og keppni í einliðaleik hinn daginn. Þegar skráning hefur borist verður nánari dagskrá gefin út.
Þátttökugjald er kr. 3500 í einliðaleik og kr. 3000 pr. mann í tvíliðaleik og tvenndarleik.
Skráningu lýkur föstudaginn 14. okt. 2022.
ATH. aðeins tekið á móti skráningu á exel skjali (BSÍ formið)
Skráningar sendist á netfangið badminton@ia.is
Athugið að íþróttahúsið á Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði og er stranglega bannað að koma með harðfisk og allar vörur sem innihalda hnetur. Collab inniheldur fiskiafurð og er því bannað.
f.h. Badmintonfélags Akraness
Irena Rut Jónsdóttir, s.8681383
