top of page
Search
  • laufey2

MEISTARAMÓT ÍSLANDS 2023, 26 - 29 APRÍL.

Updated: Apr 20, 2023

Meistaramót Íslands verður haldið dagana 26. – 29. apríl 2023. Mótið verður haldið í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu, í Hafnafirði.


Keppt verður í öllum greinum í eftirfarandi flokkum: Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.


Keppni getur hafist milli kl.16 og 18 bæði miðvikudag og fimmtudag og milli 15 og 17 á föstudag. Þá er áætlað að úrslit hefjist milli kl. 9 og 10 á laugardeginum og mótið klárist þann dag. Tímasetninga eru að sjálfsögðu háðar fjölda skráninga.


Þátttökugjöld eru;

4.500 krónur í einliðaleik

3.500 krónur í tvíliða- og tvenndarleik.

Þátttöku skal tilkynna til BSÍ á bsi@badminton.is fyrir kl. 13:00 mánudaginn 17. apríl 2023 og því er best fyrir félög að hafa síðasta skráningardag hjá sér fimmtudaginn 13. apríl. Til að framkvæmd og skipulag mótsins verði sem best er mikilvægt að allir virði þennan skráningarfrest. Athugið að nota exel skráningarskjal/styrkleikalista BSÍ, dagsett 27. mars 2023 og skrá fullt nafn keppenda og kennitölu ef bæta þarf við nýjum í leikmannaskrána.


Stefnt er að því að vera með beina útsendingu frá mótinu á Youtube.


Glæsilegt lokahóf Badmintonsambands Íslands verður haldið laugardagskvöldið

29. apríl. Nánari upplýsingar um það koma síðar en leikmenn eru hvattir til að taka kvöldið frá.



Mótsstjóri er Kristján Daníelsson.

Yfirdómari er Laufey Sigurðardóttir.

Með von um góða þátttöku,


Stjórn BSÍ




195 views0 comments

Comments


bottom of page