Opið Meistaramót TBR í badminton verður haldið í TBR-húsum dagana 6.-7. janúar 2024.
Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í eftirtöldum flokkum:
Úrvalsdeild
1. deild
2. deild
Þátttökugjöld eru kr. 4000 í einliðaleik og kr. 3000 pr. mann í tvíliða- og tvenndarleik.
Keppni hefst kl. 10.00 báða dagana.
Keppt verður í riðlum í einliðaleik, en beinn útsláttur verður í tvíliða- og tvenndarleik.
Þátttöku skal tilkynna til TBR á staðalformi BSÍ í síðasta lagi föstudaginn 29. desember 2023.
F.h. Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur
Sigfús Ægir Árnason
vs.5812266
E-mail: tbr@tbr.is
Commenti