top of page
Search
  • laufey2

MEISTARAMÓT UMFA 2023, 23.-24.SEPTEMBER

Helgina 23. – 24. september nk. verður Meistaramót UMFA haldið í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.


Keppt verður í Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild í öllum greinum.


Keppt verður í riðlum í tvíliða- og tvenndarleik en útsláttur verður í einliðaleik.


Mótið gefur stig á styrkleikalista og er hluti af fullorðinsmótaröð BSÍ.


Stefnt er að því mótafyrirkomulagi að hver grein verði spiluð út á einum degi en raðað verður niður á daga eftir skráningu.


Mótsgjöld eru kr. 3.500 fyrir hverja grein.


Skráningu með staðalformi BSÍ skal senda á netfangið: badminton@afturelding.is. Skráningarfrestur er til og með 18. september.


Stefnt er að því að birta uppröðun mótsins miðvikudaginn 20. september.


Hlökkun til að sjá ykkur,

F.h. Badmintondeildar Aftureldingar

Þorvaldur Einarsson (691 5469)



82 views0 comments

Comments


bottom of page