top of page
Search
  • laufey2

Minnum á BIKARMÓT BH og SNILLINGAMÓT BH, 10-12 maí 2024.

Bikarmót BH 2024 verður haldið helgina 10.-12.maí í íþróttahúsinu við Strandgötu.


Keppt verður í einliðaleik í U11 - U19.


Gróf dagskrá er eftirfarandi;

Föstudagur 10.maí:

kl.17-22 - U15-U19 strákar

Laugardagur 11.maí:

kl.9-11 - Snillingamót U9

kl.11-19 - U13-U17 stelpur

Sunnudagur 12.maí:

kl.9-11 - Snillingamót U11

kl.11-18 - U13 strákar


Nánari upplýsingar um mótið og tímasetningu leikja má finna á tournament software og facebook síðu BH


Sömu helgi, laugardaginn 11.maí og sunnudaginn 12.maí 2024 heldur Badmintonfélag Hafnarfjarðar einnig Snillingamót BH í Íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir unga badmintonsnillinga í aldursflokkunum U9 og U11.


U11 spila á hefðbundnum hálfum velli.

U9 spila á hálfum velli og notast við næst öftustu endalínu.


Hver leikur er ein lota í 21 stig og fær hver leikmaður a.m.k. 4 leiki.


Dagskrá mótsins;

U9 (fædd 2015 og síðar) spila laugardaginn 11.maí kl.9:00-11:00, mæting 8:45

U11 (fædd 2013 og 2014) Spila sunnudaginn 12.maí kl.9:00-11:00, mæting 8:45


Allir þátttakendur fá glaðning í mótslok.12 views0 comments

Comments


bottom of page