TBR OPIÐ BADMINTONMÓT verður haldið í TBR-húsum um næstu helgi, 7.-8. okt.
8 gestir frá Kína verða gestir mótsins, og því er það með öðru sniði en venjulega. Fjórir gestanna keppa í Úrvalsdeild og hinir fjórir keppa í U-19 ára flokki.
Keppt verður í öllum greinum í eftirtöldum flokkum:
Úrvalsdeild
U-19 flokkur
Riðlar í öllum greinum.
Þátttökugjöld eru kr. 4000 í einliðaleik og kr. 3000 pr. mann í tvíliðaleik og tvenndarleik.
Keppni hefst kl. 10.00 báða dagana.
F.h. Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur
Sigfús Ægir Árnason vs.5812266
E-mail: tbr@tbr.is
Comentarios