top of page
Search
  • laufey2

MINNUM Á UNGLINGAMÓT UMFA 2022, 12 - 13 NÓV.

Unglingamót Aftureldingar fer fram um næstu helgi, 12.- 13. nóvember 2022. Mótið er haldið í íþróttamiðstöðinni að Varmá, við Skólabraut í Mosfellsbæ.


Mótið er hraðmót í einliðaleik, í A og B flokk.


Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, keppt verður í einliðaleik í flokki A og B, U13, U15, U17 og U19. Úrslit í A-flokki gefa stig inn á styrkleikalista og er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ. Auk þessa verður keppt í einum flokki í U11.


Stefnt er að því að dagskráin verði eftirfarandi:


Laugardagur kl 10:00 – 12:00


Keppni í U11.


o Leiknar verða tvær lotur í 21 en án oddalotu. Stefnt að því að keppa eins marga


leiki og mögulegt er í þessum flokki og allir fá þátttökuverðlaun í samræmi við


stefnu ÍSÍ fyrir þennan aldursflokk.


Laugardagur kl 12:30 – 16:00


Keppni í U13, A og B flokki


Sunnudagur kl 9:30-13:00


● Keppni í U15, A og B flokki.


Sunnudagur kl 13:00-16:00


● Keppni í U17+U19, A og B flokkiKeppnisfyrirkomulag í flokkum U13 og eldri, ræðst af fjölda þátttakenda en allir munu spila amk tvo leiki (riðlar eða aukaflokkur).


Mótsgjöld U11 kr 1500 og eldri flokkar kr 2000.


Stefnt er að því að birta mótaskrá fimmtudaginn 10. nóvember.


Fyrir þá sem þess óska er möguleiki á gistingu á svæðinu, óskir um slíkt þurfa að berast samhliða skráningu.


Hlökkum l að sjá ykkur,


Fh. Badmintondeildar Aftureldingar


Þorvaldur Einarsson (Tolli: 691-5469)


12 views0 comments

Comments


bottom of page