top of page
Search
  • bsí

RSL Iceland International 2020 - búið að draga í mótið

RSL Iceland International 2020 fer fram dagana 23.-26. janúar í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Mótið er hluti af Future Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Þá er mótið einnig hluti af Reykjavík International Games. Í dag var dregið í mótið af vegum Badminton Europe og var staðan á heimslistanum 31.des 2019 notuð til þess. Alls eru 151 leikmenn skráðir til leiks og þar af eru 38 íslenskir keppendur og er þetta lang stærsta landsliðsverkefni Íslands ár hvert. Erlendu þátttakendur eru 113 talsins og koma þeir frá 36 löndum.


Með því að smella hér má sjá dráttinn og einnig tímasetningu einstakra leikja.


233 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page