top of page
Search
  • bsí

Sólrún Anna tapaði í hörkuleik

Sólrún Anna Ingvarsdóttir átti hörkuleik í 32 liða úrslitum í RSL Iceland International sem haldið er í TBR nú um helgina. Sólrún sem vann sig inn í aðalkeppnina með því að vinna tvo leiki í undankeppninni tapaði naumlega fyrir Elena-Alexandra Diordiev frá Moldavíu 21-19 og 21-19.


Framundan eru leikir í einliðaleik karla og svo hefjast tvíliðaleikir kvenna kl. 16.00 þar sem 5 íslensk lið taka þátt ásamt því að Sara Högnadóttir spilar með hinni sænsku Jenny Chan.


Tvíliðaleikir karla hefjast svo kl. 18.20 en þar taka þátt 6 íslensk lið.

Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á:


Einnig minnum við á streymið á youtube stöð sambandsins - Badminton Icelanad Badminton Iceland - YouTube

94 views0 comments

Comentários


bottom of page