top of page
Search
  • bsí

Strákarnir unnu Azerbaijan - tap hjá stelpunum gegn Litháen


Fyrstu umferð Evrópumóts karla- og kvennalandsliða lauk nú rétt í þessu. Íslensku stelpurnar hófu leik gegn Litháen í morgun. Leiknir voru þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir. Sigríður Árnadóttir lék fyrsta einliðaleik gegn Vytaute Fomkinaite þar sem Vytaute vann 21-17 og 21-8. Annan einliðaleik spilaði Sólrún Anna Ingvarsdóttir gegn Gerdu Voitechovskju. Gerda vann fyrstu lotuna 21-12 og þá seinni 21-10. Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði svo þriðja einliðaleikinn þar sem hún mætti Samöntu Golubickaite og lauk þessum leik með sigri Sömöntu 21-10 og 21-14. Í fyrsta tvíliðaleik mættu Erla Björg Hafsteinsdóttir og Sigríður Árnadóttir þeim Vytaute Fomkinaite og Gerdu Voitechovskju. Eftir jafna fyrstu lotu höfðu þær litháesku betur 21-18 og unnu síðan seinni lotuna 21-14. Arna Karen Jóhannsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir spiluðu síðan gegn Rebeku Alekseviciute og Samöntu Golubickaite. Rebeka og Samanta unnu fyrstu lotuna 21-17 en Arna og Sólrún náðu að jafna metin með því að vinna seinni lotuna 21-10. Í oddalotunni voru Arna og Sólrún sterkari og unnu 21-15. Lauk því viðureign Ísland gegn Litháen þannig að Litháen vann 4-1. Á morgun er virkilega erfiður leikur hjá stelpunum gegn rússum en þær rússnesku þykja mjög sigurstranglegar á mótinu.


Íslensku strákarnir mættu Azerbaijan í fyrstu umferð síns riðils en þeir eru í riðli 5. Líkt og hjá stelpunum eru spilaðir 3 einliðaleikir og 2 tvíliðaleikir. Kári Gunnarsson spilaði fyrsta einliðaleikinn þar sem hann mætti Ade Resky Dwicahyo. Átti Kári erfitt uppdráttar í fyrstu lotunni og tapaði henni 21-6. Í þeirri seinni komst hann betur inn í leikinn en fór svo að Ade vann seinni lotuna 21-15. Kristófer Darri Finnsson mætti Azmy Qowimuramadhoni í einliðaleik númer tvö. Var þessi leikur svipaður og leikurinn hjá Kára þar sem Kristófer tapaði fyrstu lotunni 21-5 og þeirri seinni 21-12. Daníel Jóhannesson spilaði þriðja einliðaleik gegn Orkhan Galandarov og var Daníel með góð tök á leiknum allan tímann. Daníel vann leikinn nokkuð örugglega 21-11 og 21-10. Fyrsta tvíliðaleik spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson en þeir mættu Ade Resky Dwicahyo og Azmy Qowimuramadhoni. Davíð Bjarni og Kristófer töpuðu fyrstu lotunni 17-21 en unnu þá næstu 21-19. Í oddalotunni voru svo Davíð Bjarni og Kristófer með yfirhöndina allan tímann og unnu frábæran sigur 21-17. Var því seinni tvíliðaleikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort liðið myndi vinna viðureignina. Daníel Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu þar Jahid Alhasanov og Sabuhi Huseynov og unnu Daníel og Kári örugglega 21-8 og 21-10 og þar með sigurinn í höfn. Strákarnir mæta svo Tékkum á morgum.



Öll nánari úrslit frá viðureignum dagsins má finna með því að smella hér.

136 views0 comments

Comments


bottom of page