Mótanefnd BSÍ hefur nú ákveðið skv. reglu 3.8.8 í mótareglunum hve margir leikmenn / pör eru takmarkaðir frá hverri grein í hverri deild í fullorðinsmótum sem eru á mótaröð sambandsins.
Regla 3.8.8
„Efirfarandi gildir um takmarkanir í deildir eftir styrkleikalistanum en það er Mótanefnd BSÍ sem tilkynnir í upphafi keppnistímabilsins um hve margir leikmenn / pör eru takmarkaðir frá hverri grein í hverri deild“.
Einliðaleikur karla :
· Leikmenn í sætum 1 – 12 á styrkleikalistanum verða að spila í Úrvalsdeild.
· Leikmenn í sætum 13 – 24 á styrkleikalistanum eiga að spila í 1. deild en geta þó skráð sig í Úrvalsdeild kjósi þeir það.
· Leikmenn í sætum 25 og neðar eiga að spila í 2. deild en geta þó skráð sig í 1. deild. Þeir mega þó ekki skrá sig í Úrvalsdeild.
Einliðaleikur kvenna :
· Leikmenn í sætum 1 – 6 á styrkleikalistanum verða að spila í Úrvalsdeild.
· Leikmenn í sætum 7 – 12 á styrkleikalistanum eiga að spila í 1. deild en geta þó skráð sig í Úrvalsdeild kjósi þeir það.
· Leikmenn í sætum 13 og neðar eiga að spila í 2. deild en geta þó skráð sig í 1. deild. Þeir mega þó ekki skrá sig í Úrvalsdeild.
Tvíliðaleikur karla :
· Leikmenn í sætum 1 – 16 á styrkleikalistanum verða að spila í Úrvalsdeild.
· Leikmenn í sætum 17 – 32 á styrkleikalistanum eiga að spila í 1. deild en geta þó skráð sig í Úrvalsdeild kjósi þeir það.
· Leikmenn í sætum 33 og neðar eiga að spila í 2. deild en geta þó skráð sig í 1. deild. Þeir mega þó ekki skrá sig í Úrvalsdeild (nema þeir spili með leikmanni í tvíliða- eða tvenndarleik sem er skráður í Úrvalsdeild).
Tvíliðaleikur kvenna :
· Leikmenn í sætum 1 – 12 á styrkleikalistanum verða að spila í Úrvalsdeild.
· Leikmenn í sætum 13 – 24 á styrkleikalistanum eiga að spila í 1. deild en geta þó skráð sig í Úrvalsdeild kjósi þeir það.
· Leikmenn í sætum 25 og neðar eiga að spila í 2. deild en geta þó skráð sig í 1. deild. Þeir mega þó ekki skrá sig í Úrvalsdeild (nema þeir spili með leikmanni í tvíliða- eða tvenndarleik sem er skráður í Úrvalsdeild).
Tvenndarleikur :
· Leikmenn í sætum 1 – 8 á styrkleikalistanum verða að spila í Úrvalsdeild.
· Leikmenn í sætum 9 – 16 á styrkleikalistanum eiga að spila í 1. deild en geta þó skráð sig í Úrvalsdeild kjósi þeir það
· Leikmenn í sætum 17 og neðar eiga að spila í 2. deild en geta þó skráð sig í 1. deild. Þeir mega þó ekki skrá sig í Úrvalsdeild (nema þeir spili með leikmanni í tvíliða- eða tvenndarleik sem er skráður í Úrvalsdeild).
Má nú finna uppfærðan styrkleikalista hér á heimasíðunni.
Mótareglurnar má svo finna hér og hvetjum við alla til þess að kynna sér þær vel.
Comments