top of page
Search
  • laufey2

Unglingamót TBS 2022, 1 - 2 október.

Unglingamót TBS 2022 fer fram helgina 1 - 2 október n.k. Mótið hefst kl. 9 báða dagana en mótsstjórn áskilur sér rétt á að spila leiki á föstudagskvöldinu 30 sept. ef þátttaka og uppröðun kallar á slíkt (verður þá gert í samráði við félögin)


Keppt verður í öllum greinum í U13 - U19 (ef næg þátttaka) og í einliða og tvíliðaleik í U11. Keppt í riðlum í einliðaleik og útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.

Í einliðaleik gefst félögum kostur á að skrá keppendur í A eða B styrkleika og er það á ábyrgð þjálfara að gera það eins vel og kostur er. Út frá skráningu tekur mótsstjórn ákvörðun hvort keppt verður í báðum styrkleikaflokkum í hverjum flokki.


Mótsgjöld:

· Einliðaleikur kr 2.200 kr.

· Tvíliðaleikur kr 1.900 kr.

· Tvenndarleikur kr 1.900 kr.


Skráning lýkur kl 20:00 mánudaginn 26.september 2022


Sjoppa verður á mótssvæðinu.

Á laugardagskvöldinu mun Torgið, sem er samstarfsaðili TBS, bjóða upp á pizzu- og pastahlaðborð í Bláa húsinu við Rauðkusvæðið. Hlaðborðið kostar 2.900 kr. Hvert félag sér um að rukka sína iðkendur og greiða svo í einni greiðslu til TBS. Gott væri að fá ca fjöldatölu frá hverju félagi í síðasta lagi á laugardagsmorgninum.


Upplýsingar um mótið veitir: Óskar Þórðarson (848-6726).27 views0 comments

Comments


bottom of page