Daníel og Arna unnu fyrsta mót vetrarins

September 10, 2017

Fyrsta mót mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var haldið á föstudagskvöldið. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik.

 

Fjórtán keppendur voru í karlaflokki og bar Daníel Jóhannesson TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið Davíð Bjarna Björnsson TBR í úrslitum 21-12, 21-17.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í einliðaleik karla.

 

Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks og einn leikmaður þurfti að skrá sig úr keppni. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna.

 

Næsta mót í mótaröðinni, Atlamót ÍA, er helgina 23. – 24. september, á Akranesi.

 

Næsta mót í mótaröðinni, Atlamót ÍA, er helgina 23. – 24. september, á Akranesi

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM