Meistaramót BH er um helgina

November 15, 2017

Meistaramót BH hefst á föstudaginn klukkan 17 í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið er innan mótaraðar Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Til leiks er skráður 91 leikmaður frá fimm félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, TBR og UMFH. Flestir leikmenn koma úr BH eða 44 talsins en næstflestir koma úr TBR eða 34. Spilaðir verða 160 leikir á mótinu.

 

Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:

 

Föstudagur kl. 17:00 - 22:00

2 - 3 umferðir í einliðaleik í öllum flokkum

 

Laugardagur kl. 10:00 - 15:30

Einliðaleikur - keppni klárast í öllum flokkum

 

Sunnudagur kl. 9:00 - 17:30

kl. 9:00 - Tvenndarleikur hefst

kl.12:00 -  Tvíliðaleikur hefst

 

Smellið hér til að nálgast niðurröðun og tímasetningar á Meistaramóti BH.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM