KBK fellur um eitt sæti

November 22, 2017

Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Kári Gunnarsson spilar með KBK Kbh. en félagið spilar í 2. deild en deildin er spiluð í tveimur átta liða riðlum. Fimmti leikur liðsins var gegn Holte á laugardaginn. Lið KBK tapaði 4-9.

Kári lék fyrsta einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Anders Boasen. Kári tapaði naumlega eftir oddalotu 14-21, 21-18, 19-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Simon Pihl. Þeir öttu kappi við Dennis Schmidt Jensen og Henrik Stumpe og unnu 21-19, 21-12. 

 

KBK vann báða einliðaleiki kvenna og fjórða einliðaleik karla auk tvíliðaleiks Kára í þessum leik KBK og Holte. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðeignanna.

 

Eftir þessa fimmtu umferð annarrar deildar fellur KBK upp um eitt sæti og er nú í því

sjötta. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

 

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 9. desember gegn Holbæk.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM