Úrslit Unglingamóts Aftureldingar

November 26, 2017

Unglingamót Aftureldingar fór fram um helgina. Mótið, sem gefur stig á styrkleikalista unglinga, var með breyttu sniði þetta árið en eingöngu var keppt í einliðaleik - bæði í A- flokki og B-flokki. Keppt var í aldursflokkum U11-U17/19.

Í flokki U13 vann Arnar Svanur Huldarsson BH í einliðaleik hnokka. Hann vann í úrslitum Daníel Mána Einarsson TBR 21-14, 21-13. Ekki var keppt í flokki táta.

 

Í flokki U15 stóð Gústav Nilsson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik hnokka þegar hann vann Stefán Árna Arnarsson TBR í úrslitum 21-19, 21-19. María Rún Ellertsdóttir ÍA vann í einliðaleik meyja. Hún vann í úrslitum Lilju Bu TBR 21-16, 21-12.

 

Í flokki U17/19 vann Símon Orri Jóhannsson TBR þegar hann vann Einar Sverrisson TBR í úrslitum 21-18, 21-13. Einliðaleik telpna vann Katrín Vala Einarsdóttir BH en hún vann í úrslitum Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH eftir oddalotu 21-16, 16-21, 21-15.

 

Smellið hér til að sjá úrslit í B-flokki og í yngstu flokkunum.

 

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM