Íslensku keppendurnir standa sig vel í Litháen

June 8, 2018

 

 

Yonex Lithuanian International 2018 hófst í gær á forkeppni mótsins. Sjö íslenskir keppendur taka þátt í mótinu.

 

Arna Karen Jóhannsdóttir

Sigríður Árnadóttir

Þórunn Eylands Harðardóttir

Daníel Jóhannesson

Davíð Bjarni Björnsson

Kristófer Darri Finnsson

Róbert Ingi Huldarsson

 

Keppni hófst í gær þar sem keppt var í forkeppni í einliðaleik karla og kvenna. Í einliðaleik karla kepptu Daníel, Kristófer og Róbert. Daníel Jóhanesson lék gegn Egor Kurdyukov frá Rússlandi og fór svo að Egor vann Daníel 21-14 og 21-12. Róbert Ingi spilaði gegn Oleksandr Kolesnik frá Úkraínu og þurfti að játa sig sigraðan 14-12 og 17-21. Kristófer spilað gegn þjóðverjanum Julien Carraggi og fór sá leikur oddalotu. Julien vann þann leik 21-10, 15-21 og 21-13.
Í forkeppni í einliðaleik kvenna kepptu allar íslensku stelpurnar. Arna Karen mætti dönsku stelpunni Amalie Schulz í fyrstu umferð. Amalie vann Örnu Karen 21-15 og 21-12. Í fyrstu umferð keppti Sigríður geng Anastasiu Zintsidou frá Kýpur og sigraði Sigríður 21-19 og 21-18 og fór hún því áfram í aðra umferð þar sem hún mætti Rebeccu Kuhl frá Svíþjóð. Var sá leikur mjög jafn líkt og fyrri leikur Sigríðar en að lokum vann Rebecca 24-22 og 21-19. Þórunn Eylands mætti í fyrstu umferð Liana Lencevica frá Lettlandi og var sá leikur mjög jafn og fór í þrjár lotur sem endaði á íslenskum sigri Þórunnar 21-15, 19-21 og 21-16. Í annarri umferð mætti Þórunn Alenu Iakovleva frá Rússlandi og þurfti Þórunn að játa sig sigraða 21-13 og 21-14.

 

Nú í dag kepptu Davíð Bjarni og Arna Karen í forkeppni í tvenndarleik. Stóð sá leikur yfir í 45 mín og fór í oddalotu. Þau léku gegn rússunum Mikhail Lavrikov og Anastasiiu Shapovalovu. Fór svo að rússarnir höfðu betur 21-18, 21-23 og 21-16.

 

Seinna í dag hefst keppni í aðalkeppninni tvíliða- og tvenndarleik. Þar munu keppa 5 íslensk pör. Í tvíliðaleik karla keppa Davíð Bjarni / Kristófer og Daníel / Róbert Ingi. Í tvíliðaleik kvenna keppa Arna Karen / Sigríður og í tvenndarleik keppa Kristófer / Þórunn og Daníel / Sigríður.

 

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.

 

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM