Kári keppir á Spáni

August 27, 2018

 

 

Kári Gunnarsson tekur þátt í forkeppninni í einliðaleik karla á Barcelona Spain Masters 2018 mótinu sem hefst á morgun 28.september. Mótið er hluti af HSBC BWF World Tour Super 300 mótaröðinni og gefur því talsvert af stigum á heimslistann ásamt því að heildarverðlaunafé í mótinu eru um 16 milljónir íslenskra króna.
Á meðal þeirra sem taka þátt í aðalkeppninni í einliðaleik karla er Suppanyu Avihingsanon (Tælandi) en hann er í 7.sæti heimslistans. Einnig má nefna danana Jan O Jorgenssen og Rasmus Gemke.

 

Kári hefur verið að vinna sig vel upp heimslistann síðustu mánuði og er nú sem stendur í 190.sæti.

Mótherji Kára á morgun er frá Indlandi og heitir Karan Rajan Rajarajan en hann er í 122.sæti heimslistans og verður þetta því mjög áhugaverður leikur. Leikur Kára og Karan hefst kl 10:10 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með framvindu mála hjá Kára með því að smella hér.

 

 

 

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM