Úrslit úr Atlamóti ÍA

September 16, 2018

Atlamót ÍA fór fram nú um helgina í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

 

Meistaraflokkur :

 

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Eið Ísak Broddason TBR 21 - 12 og 21 - 16. 
Í einliðaleik kvenna var það Sigríður Árnadóttir TBR sem stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en leikið var í fjögurra manna riðli og vann Sigríður alla sína leiki.

Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu alla sína leiki en leikið var í fjögurra liða riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru. Í öðru sæti voru Eiður Ísak Broddason TBR og Róbert Þór Henn TBR.

Í tvíliðaleik kvenna var einnig spilað í riðli og voru það Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH.

Í tvenndarleik voru 5 pör skráð til leiks og léku þau öll gegn hvert öðru í 5 liða riðli. Í fyrsta sæti voru Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR en þau unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

 

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Elvar Már Sturlaugsson BH sem sigraði Andra Broddason TBR í úrslitaleik 21 - 18 , 19 - 21 og 21 - 16.

Í einliðaleik kvenna voru 5 stelpur skráðar til leiks og var spilað í einum riðli. Var það Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR sem sigraði alla sína leiki og stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var Björk Orradóttir TBR. 

Í tvíliðaleik karla voru það Brynjar Már Ellertsson ÍA og Pontus Rydström ÍA sem unnu þá Elvar Má Sturlaugsson BH og Steinar Braga Gunnarsson ÍA 21 - 13 og 21 - 17.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Brynja Pétursdóttir ÍA og Karítas Eva Jónsdóttir ÍA sem unnu þær Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21 - 12 og 21 - 19.

Í tvenndarleik voru 5 pör sem tóku þátt og var spilað í einum riðli. Voru það mæðginin Brynjar Már Ellertsson ÍA og Brynja Pétursdóttir ÍA sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Pontus Rydström ÍA og María Rún Ellertsdóttir ÍA.

 

B-flokkur.

Í einliðaleik sigraði Egill Magnússon Aftureldingu en hann vann Guðmund Adam Gígja BH 21 - 14 og 21 - 15.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla voru það Arnar Freyr Bjarnason Aftureldingu og Egill Magnússon Aftureldingu sem unnu báða sína leiki en keppt var í þriggja para riðli. Í öðru sæti voru Kristján Ásgeir Svavarsson BH og Stefán Steinar Guðlaugsson BH.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Ingunn Gunnlaugsdóttir BH og María Kristinsdóttir BH sem unnu þær Erlu Rós Heiðarsdóttur BH og Sólveigu Jónsdóttur BH 21 - 19 og 21 - 8.

Í tvenndarleik voru fjögur lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sebastían Vignisson BH og Irena Rut Jónsdóttir ÍA. 

 

 

 

Var Egill Magnússon því þrefaldur sigurvegari á Atlamótinu í B.flokki. 

 

Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM