Davíð Bjarni, Eiður Ísak og Kristófer Darri keppa í Eistlandi

January 9, 2019

Þrír íslenskir keppendur munu taka þátt í Yonex Estonian International 2019 sem hefst á morgun en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Eiður Ísak og Kristófer Darri taka þátt í forkeppni mótsins í einliðaleik karla.  Kristófer Darri mun spila gegn Adel Hamek frá Alsír kl 7:40 að íslenskum tíma og Eiður Ísak mun spila gegn Joran Kweekel frá Hollandi kl 08:10.

Forkeppnin í einliðaleik klárast á morgun og þurfa strákarnir að vinna 3 leiki til að komast inn í aðalkeppni mótsins.

 

 

Eiður Ísak Broddason 

 

Davíð Bjarni og Kristófer Darri spila svo í aðalkeppni mótsins í tvíliðaleik á föstudag. Þá munu þeir mæta Maxime Briot og Kenji Lovang frá Frakklandi og er sá leikur settur kl 13:10.

 

Hægt er að fylgjast úrslitum með því að smella hér.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM