Kári tók þátt í International Challenge móti í Íran

February 6, 2019

 

 

Kári Gunnarsson lauk leik í gær í alþjóðlegu móti sem fór fram í Íran. Heitir mótið The 28th Iran Fajr International Challenge 2019 og líkt og nafnið gefur til kynna er mótið hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Mótið var mjög fjölmennt í einliðaleik karla og hófst aðalkeppnin á 64 keppendum en einnig var áður keppt í forkeppni í einliðaleik karla þar sem 32 keppendur voru. Það er staðan á heimslistanum sem ákvarðar hverjir þurfa að fara í forkeppni og hverjir komast beint inn í aðalkeppnina. Kári fór beint inn í aðalkeppnina og í 64 manna úrslitum mætti hann Alberto Alvin Yulianto frá Indónesíu en hann þykir mikið efni þar í landi en hann er 19 ára gamall. Kári vann Alberto nokkuð örugglega 21 - 14 og 21 - 16. 
Í 32 manna úrslitum mætti Kára rússanum Sergey Sirant en honum var raðað nr. 3 inn í mótið. Sergey er sem stendur í 73. sæti heimslistans en Kári er nr. 174. Átti Kári í fullu kappi við hann en leiknum lauk með sigri Sergey 21 - 16 og 21 - 18.

 

Kári mun taka þátt í öðru móti núna í seinni hluta febrúar en það fer fram í Úganda.

 

Úrslit frá mótinu í Íran má finna með því að smella hér.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM