Beinar útsendingar frá Latvia International

June 1, 2019

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir 

 

Yonex Latvia International 2019 er í fullum gangi.

 

Tvö íslensk pör tóku þátt í tvíliðaleik karla. Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson mættu Laurynas Borusas og Jonas Petkus frá Litháen í 32 liða úrslitum. Unnu Daníel og Jónas leikinn 21-18 og 21-8. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu einnig pari frá Litháen, þeim Kazimieras Dauskurtas og Ignas Reznikas og unnu Davíð Bjarni og Kristófer þann leik 21-15 og 21-11 og því bæði íslensku pörin komin í 16 liða úrslit. Þar mættu Daníel og Jónas dönsku pari sem var raðað nr 1 inn í mótið og þykir því sigurstranglegasta liðið. Danirnir voru örlítið sterkari í leiknum og fór svo að þeir Emil Lauritzen og Mads Muurholm unnu leikinn 21-16 og 21-13. Davíð Bjarni og Kristófer mættu pólverjunum Robert Cybulski og Pawel Pietryja og þurftu að játa sig sigraða 21-17 og 21-15.

 

Þær Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir tóku þátt í tvíliðaleik kvenna.  Í 32 liða úrslitum mættu þær þeim Kertu Margus og Editha Schmalz frá Eistalandi. Unnu Margrét og Sigríður þann leik 21-14 og 21-13. Í 16 liða úrslitum mættu þær svo Anastasiyu Cherniavskaya og Alesiu Zaitsövu frá Hvíta Rússlandi en þeim var raðað nr 3 inn í mótið. Þurfti oddalotu til að skera úr um úrslit en leikinn unnu Anastasiya og Alesia 20-22, 21-14 og 21-12.

 

Í tvenndarleik taka þátt 3 íslensk pör. Í fyrstu umferð mótsins mættu Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir þeim Oliver Lau og Anna-Sofie Husher Ruus frá Danmörku. Unnu Davíð og Arna fyrstu lotuna 21-15 en töpuðu annarri lotunni 10-21. Þurfti því að leika oddalotu þar sem danirnir voru sterkari og unnu 10-21. 
Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mættu norska parinu Danila Gataullin og Jenny Rajkumar og unnu Daníel og Sigríður leikinn 21-11 og 21-17. Í 16 liða úrslitum sem fram fer í dag mæta Daníel og Sigríður danska parinu sem vann Davíð Bjarni og Örnu Karen.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir eru með fjórðu röðun inn í mótið en þau mættu í fyrstu umferð Lukasz Cimozs og Lauru Bujak frá Póllandi. Unnu Kristófer og Margrét leikinn 21-17 og 21-10. Þau leika því einnig í dag í 16 liða úrslitum og mæta þar Arman Murzabekov og Kasiaryna Zablotskaya frá Kasakstan og Hvíta Rússlandi.

 

Leikurinn hjá Daníel og Sigríði hefst kl 11:40 og hjá Kristófer og Margréti kl 12:20 að íslenskum tíma.

 

 

Hægt er að sjá upptökur og einnig beinar útsendingar frá mótinu með því að smella hér.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM