Íslensku pörin áfram í tvíliðaleik - bein útsending

June 8, 2019

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson 

 

Íslensku pörin í tvíliðaleik karla og kvenna eru komin áfram í 8 liða úrslit á RSL Lithuanian 2019 en íslensku pörin í tvenndarleik hafa lokið keppni. 

 

Tvö íslensk pör spiluðu í tvíliðaleik karla í gær. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu Ivan Druzchenko og Oleksandr Kolesnik frá Úkraínu og var leikurinn spennandi. Davíð Bjarni og Kristófer töpuðu fyrstu lotunni 18-21 en unnu aðra lotuna 21-13 og unnu svo þriðju lotuna 21-18. 

Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson mættu þeim Edgaras Slusnys og Linas Supronas frá Litháen og unnu Daníel og Jónas góðan sigur 21-11 og 21-16.

Bæði pörin keppa því í dag í 8 liða úrslitum.

 

Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir keppa í tvíliðaleik kvenna og mættu þær í fyrstu umferð litháunum Samantö Golubickaite og Perlu Murenaite og unnu Arna Karen og Sigríður örugglega í fyrstu lotunni 21-8. Sú seinni var jafnari en fór svo að íslensku stelpurnar unnu 21-17. Spila þær einnig í dag í 16 liða úrslitum.

 

Tvö íslensk pör tóku þátt í tvenndarleik mótsins. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mættu í fyrstu umferð Adam Mcallister og Kate Frost frá Írlandi í hörku leik. Unnu Daníel og Sigríður leikinn 24-22 og 21-16. Í 16 liða úrslitum mættu þau svon Brian Holtschkne og Miröndu Wilson frá Þýskalandi í jöfnum leik þar sem þau þýsku höfðu betur 21-14 og 21-19.

Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir mættu í fyrstu umferð norðmönnunum Markus Barth og Veru Ellingsen. Unnu Davíð og Arna leikinn 21-16 og 21-13. Í 16 liða úrslitum mættu þau einnig þýsku pari, þeim Niclas Kirchberner og Jule Petrikowski og fór svo að Niclas og Jule unnu leikinni 20-22, 21-14 og 21-7.

Hafa því bæði tvenndarleikspörin lokið keppni.

 

Hægt er að fylgjast með nánari úrslitum og tímasetningu einstakra leikja hér.

Bein útsending verður frá leikjum dagsins á youtube rás Badminton Europe sem má finna hér.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM