European Games - Kári í eldlínunni í kvöld

June 24, 2019

Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari 

 

Kári Gunnarsson hefur leik í kvöld í einliðaleik karla á European Games ( Evrópuleikarnir ) en leikarnir eru haldnir fjórða hvert ár. Fara leikarnir fram í Minsk, Hvíta-Rússlandi að þessu sinni.

Kári keppir í D riðli ásamt Brice Leverdez frá Frakklandi, Luka Milic frá Serbíu og Christian Kirchmayr frá Sviss. 

Kári hefur leik í kvöld kl 19:00 að íslenskum tíma og mætir hann þá Christian Kirchmayr. Á morgun mætir hann svo Brice Leverdez á sama tíma og á miðvikudag keppir hann gegn Lika Milic kl 16:00 að íslenskum tíma. Tveir leikmenn fara upp úr riðlinum og áfram í 16 manna úrslit þar sem er hreinn útsláttur.

 

Vefsíðu Evrópuleikanna má finna hér.

 

Þá verður hægt að sjá beinar útsendingar frá badmintoni á Olympic Channel en linkinn má finna hér.

 

 

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM