Kári keppir á Barbados - kominn í 8 manna úrslit

August 22, 2019

 

 

Kári Gunnarsson er þessa dagana staddur á Barbados þar sem hann tekur þátt í alþjóðlega mótinu 2019 Carebaco International en mótið er hluti af International Series mótaröðinni. 

Kári hóf leik í aðalkeppninni í 32 manna úrslitum þar sem hann er með 5 röðun inn í mótið. Kári mætti í gær Gareth Henry frá Jamaíka en Gary er í 323.sæti heimslistans í einliðaleik en Kári situr í sæti 162.

Kári tapaði fyrstu lotunni 16-21 en vann aðra lotuna 21-8. Í oddalotunni vann svo Kári 21-16 og komst því í 16 manna úrslit sem einnig voru leikin í gær.
Í 16 manna úrslitunum mætti Kári, Soren Opti frá Súrínam og vann Kári þann leik 21-11 og 21-17.

Mun Kári leika í dag í 8 manna úrslitunum gegn Milan Dratva frá Slóveníu en hann situr í 188.sæti heimslistans í einliðaleik.

 

Nánari úrslit og tímasetningar einstakra leikja má finna meðe því að smella hér.

 

 

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM