Set mót KR - Úrslit

October 13, 2019

SET mót KR fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af Hleðslubikar Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Þrír leikmenn urðu þrefaldir meistarar á mótinu. Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR unnu þrefalt í Meistaraflokki og Guðmundur Adam Gígja BH vann þrefalt í B.flokki.

 

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir 

 

Guðmundur Adam Gígja t.v og Jón Sverrir Árnason t.h 

 

Meistaraflokkur :

 

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Jónas Baldursson TBR. Daníel vann fyrstu lotuna 21-6 en Jónas þurfti svo að gefa leikinn eftir fyrri lotuna. 
Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 15-21, 21-8 og 21-6.

Í tvíliðaleik karla voru það Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR sem unnu þá Hauk Stefánsson og Kjartan Pálsson TBR 21-15, 19-21 og 21-9.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR þær Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 21-12 og 21-10.

Í úrslitum í tvenndarleik mættust svo Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR gegn Eysteini Högnasyni og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR. Unnu Daníel og Sigríður leikinn 21-12, 18-21 og 21-11.

 

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Gústav Nilsson TBR sem sigraði Stefán Árna Arnarson TBR í úrslitaleik 21-13, 15-21 og 21-18.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna í A.flokk.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Garðar Hrafn Benediktsson og Kristinn Breki Hauksson BH gegn Agli Sigurðssyni TBR og Þórhalli Einissyni Hamar í úrslitum. Voru það Egill og Þórhallur sem unnu leikinn 21-7 og 22-20.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Hrund Guðmundsdóttir og Margrét Guangbing Hu Hamar sem unnu þær Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur og Irenu Ásdísi Óskarsdóttur BH 21-15, 18-21 og 21-19.

Í tvenndarleik voru það Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamar sem mættu Kristiani Óskari Sveinbjörnssyni og Irenu Ásdísi Óskarsdóttur í æsispennandi leik þar sem Þórhallur og Hrund unnu 21-19, 19-21 og 22-20.

 

B-flokkur.

Í einliðaleik karla sigraði Guðmundur Adam Gígja BH en hann vann Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu 21-12, 15-21 og 21-12.

Í einliðaleik kvenna var það Margrét Guangbing Hu Hamar sem vann Natalíu Ósk Óðinsdóttur BH í úrslitum 13-21, 21-9 og 21-19.

Í tvíliðaleik karla voru það Guðmundur Adam Gígja og Jón Sverrir Árnason BH sem unnu Egil Magnússon og Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu 21-14 og 21-14.

Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B.flokki.

Í tvenndarleik spiluðu til úrslita Guðmundur Adam Gígja og Lilja Berglind Harðardóttir BH gegn Agli Magnússyni Aftureldingu og Erlu Rós Heiðarsdóttur BH. Unnu Guðmundur og Lilja leikinn 21-10 og 21-11.

 

Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM