Kári komst í 8 manna úrslit í Santo Domingo

October 27, 2019

 

 

Kári Gunnarsson tók þátt í X Santo Domingo Open 2019 sem fram fór í Dóminýska Lýðveldinu dagana 22.-26. október. Mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári hóf leik í 32 manna úrslitum þar sem hann mætti heimamanninum Bryan Anderson Castro. Kári vann leikinn mjög örugglega 21-4 og 21-6. í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Manuel Estefano Quijada Moreno frá Venesúela þar sem Kári vann þennan leik einnig mjög örugglega 21-6 og 21-8. Í átta manna úrslitum mættust Kári og Brian Yang frá Kanada en Brian var raðað númer 2 inn í mótið og þótti því sigurstranglegur. Brian er númer 85 á heimslistanum í einliðaleik en Kári er númer 139. 
Fór svo að Brian vann leikinn 21-18 og 21-10 og að lokum stóð Brian uppi sem sigurvegari mótsins.

Please reload

Recent Posts

November 18, 2019

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM