Meistaramót BH hefst á föstudag

November 12, 2019

 

  

Meistaramót BH verður haldið dagana 15. - 17. nóvember í Íþróttahúsinu Strandgötu. Keppt verður í Meistaraflokki, A-flokki og B-flokki og eru 92 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum. Mótið er hluti af Hleðslubikarnum og gefur stig á styrkleikalista badmintonsambandsins.


Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur 15.nóvember
kl. 17:00-22:00
Spilað fram í úrslit í einliðaleik í öllum flokkum - hreinn útsláttur

Laugardagur 16.nóvember
kl. 10:00-16:30
Úrslitaleikir í einliðaleik fyrst um morguninn
Tvenndarleikur í öllum flokkum - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni

Sunnudagur 17.nóvember
kl. 9:00-17:00
Tvíliðaleikur í öllum flokkum - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni

 

Keppt verður í riðlum í tvíliða- og tvenndarleik þar sem tvö pör fara upp úr hverju riðli. Í einliðaleik er spilaður hreinn útsláttur.

 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

 

 

Please reload

Recent Posts

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM