Fjórir leikmenn tóku þátt í Victor Slovenia Future Series 2019

November 22, 2019

F.v Una Hrund Örvar og Sólrún Anna Ingvarsdóttir 

 

Fjórir íslenskir leikmenn tóku þátt nú í dag og í gær í alþjóðlega mótinu Victor Slovenia Future Series 2019 en mótið er hluti af Future Series mótaröðinni, líkt og nafnið gefur til kynna og gefur stig á alþjóðalega styrkleikalistann.


Sólrún Anna Ingvarsdóttir spilaði í forkeppninni í einliðaleik kvenna þar sem hún mætti Julie Franconville frá Sviss þar sem Julie vann 21-16 og 21-7.
Brynjar Már Ellertsson og Eysteinn Högnason spiluðu í forkeppninni í tvíliðaleik karla þar sem þeir spiluðu gegn Francisco Olivares og Carlos Sanchez-Alarcos frá Spáni. Voru það spánverjarnir sem unnu leikinn 21-10 og 21-18.
Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar komust inn í aðalkeppni mótsins í tvíliðaleik karla og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Í 16 liða úrslitum spiluðu þær gegn sænsku pari, þeim Emelie Borgstedt og Behnaz Pirzamanbein og voru það Emelie og Behnaz sem unnu báðar loturnar 21-10.
Þá spiluðu Brynjar Már Ellertsson og Una Hrund Örvar í aðalkeppninni í tvenndarleik og þurftu að játa sig sigruð 21-18 og 21-5 gegn Mark Sames og Vytaute Fomkinaite frá Litháen. Eysteinn Högnason og Sólrún Anna Ingvarsdóttir tóku einnig þátt í aðalkeppninni í tvenndarleik en þau spiluðu gegn Mihia Ivanic frá Slóveníu og Katarinu Galenic frá Króatíu. Voru það Miha og Katarina sem unnu 21-11 og 21-7.

Hafa því allir íslensku keppendurnir lokið leik á mótinu.

 

Öll nánari úrslit frá mótinu má sjá með því að smella hér.

Please reload

Recent Posts

Please reload

Archive

Please reload

Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM