Hugbúnaðurinn Badminton Tournament Planner

Flest badmintonmót á Íslandi verða líklega frá og með haustinu 2007 skipulögð í mótahugbúnaðinum Badminton Tournament Planner. Til að skoða úrslit móta og mótaskrár er hægt að fara inná heimasíðuna www.tournamentsoftware.com. Þar er hægt að slá inn nafn mótsins sem leitað er að í leitarglugga ofarlega á síðunni og þá birtast allar upplýsingar sem til eru á vefnum um viðkomandi mót.

 

Stuttar leiðbeiningar á íslensku sem gefnar voru út í tengslum við námskeið sem BSÍ hélt fyrir aðildarfélög sín má hlaða niður með því að smella hér.