Félagaskiptareglur Badmintonsambands Íslands
Stjórn BSÍ samþykkti þann 8.júlí 2021 nýjar mótareglur. Þar kemur eftirfarandi fram um félagaskipti :
11. grein
Félagaskipti leikmanna
11.1 Félagaskipti leikmanna skal tilkynna til BSÍ með því að aðildarfélög og leikmaður fylli út þar til gert félagaskiptaeyðublað sem má finna á heimasíðu BSÍ. Sé um erlenda leikmenn að ræða, þurfa þeir að hafa formlegt leyfi síns sérsambands til félagaskiptanna, þar sem jafnframt fylgi leyfi til keppni á Íslandi.
11.2 Einungis er hægt að skipta einu sinni um félag á keppnistímabilinu.
11.3 Félagaskipti taka 30 daga að ganga í gegn frá því viðkomandi félög hafa tilkynnt BSÍ um þau.
11.4 Einungis er leyfilegt að keppa fyrir eitt félag, þrátt fyrir að viðkomandi geti verið félagsmaður í öðru félagi á sama tíma.
11.5 Upplýsa skal um öll félagaskipti á heimasíðu BSÍ.
11.6 Komi upp ágreiningur um félagaskiptin skal Stjórn BSÍ úrskurða í málinu innan mánaðar frá því að ósk um félagaskipti berst. Úrskurði þessum getur íþróttamaðurinn eða aðildarfélög BSÍ kært til dómstóls ÍSÍ.