Val í hópa og/eða lið

Val í landslið og önnur verkefni á vegum Badmintonsambandsins:

 

Þegar valið er í verkefni er horft til eftirfarandi þátta:

  • Stöðu leikmanns á styrkleikalista

  • Árangur í mótum hérlendis og erlendis

  • Hæfileika í badminton og líkamlega getu

  • Andlegan styrk, aga, skipulagshæfni og samskiptahæfni

  • Áhuga og vilja leikmanns til að verða betri

 

Boðun í verkefni:

Fyrir hverja æfingu/æfngabúðir og hverja keppni, sem valið er í, skal aðildarfélagi og leikmanni og/eða forráðamanni (eftir aldri) tilkynnt um valið með tölvupósti/frétt á heimasíðu BSÍ/Facebook síðu Badmintonsambands Íslands.

 

          Félag       Leikmaður       Forráðamaður 

 U9       x                                                 x 

 U11     x                                                 x 

 U13     x                                                 x 

 U15     x                                                 x 

 U17     x                    x                           x 

 U19     x                    x

 A          x                    x  

Heilbrigðis- stoðteymi Badmintonsambands Íslands

Eftirtaldir aðilar eru hluti af Heilbrigðis- / stoðteymi BSÍ

Róbert Þór Henn : Sjúkraþjálfari og íþróttafræðingur

Hlutverk : Róbert sér um mælingar á landsliðsfólki BSÍ í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Þá sér Róbert einnig um styrktarþjálfun og sjúkraþjálfun.

 

Eiríkur Henn : Sjúkraþjálfari og einkaþjálfari

Hlutverk : Eiríkur sér um styrktarþjálfun og sjúkraþjálfun.

 

Geir Gunnar Markússon : Næringarfræðingur
Hlutverk : Næringarfræði og ýmislegt fleira sem tengis almennu heilbrigði.

 

Helgi Valur Pálsson : Íþróttasálfræðingur

Hlutverk : Íþróttasálfræði og ýmislegt fleira sem tengist almennri andlegri líðan

Mælingar og eigin þjálfun

Stefnt er að því að gera mælingar á tilteknum hópi leikmanna tvisvar til þrisvar á ári; í byrjun keppnistímabils, á miðju tímabili og í lok tímabils.

Mikilvægt er að hvíla alveg daginn fyrir og fram að mælingu. Vinsamlegast kynnið ykkur vel skjölin hér að neðan.

Upplýsingar um hraðamælingu 

Styrktarmæling 

Yo-Yo test