top of page
Mótamál

Badmintonsamband Íslands og aðildarfélög þess halda fjölmörg badmintonmót á hverju ári.

Upplýsingar um opinber mót má nálgast undir liðnum mótaskrá. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um mót vetrarins og aðra viðburði á viðburðardagatalinu á forsíðu heimasíðunnar smella hér.

Mótareglur BSÍ má finna með því að smella hér.

Flest badmintonmót á Íslandi hafa frá og með hausti 2007 verið skipulögð í hugbúnaðinum Badminton Tournament Planner. Hægt er að skoða úrslit og niðurraðanir móta á:

http:/www.tournamentsoftware.com.

Mælst er til þess að öll félög skrái leikmenn sína til keppni í badmintonmót á sérstöku excelskjali. Nýtt skráningarskjali með uppfærðum styrkleikalista, fyrir fullorðinsmót, var tekið í notkun í nóvember 2021 og má ávalt nálgast nýjasta skjalið á þessari slóð:

https://www.badminton.is/styrkleikalisti.

Ennþá er skráð í unglingamót með eldra exelskjalinu og má nálgast það með því að smella hér.. Nýjasti styrkleikalisti unglinga er á sömu slóð og fullorðinslistinn.

Félög sem halda mót sækja nýjasta Master skráningarskjalið með því að smella hér og sama gildir um félög sem eru að fara skrá í mót. Mikilvægt er að allir sæki nýjasta skjalið því það er með nýjasta styrkleikalistanum.

bottom of page