Mótamál

Badmintonsamband Íslands og aðildarfélög þess halda fjölmörg badmintonmót á hverju ári.

Upplýsingar um opinber mót má nálgast undir liðnum mótaskrá. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um mót vetrarins og aðra viðburði á viðburðardagatalinu hér á forsíðu heimasíðunnar.

Haustið 2008 gaf Badmintonsamband Íslands (BSÍ) út "Leiðbeinandi mótareglur" sem gilda um öll badmintonmót sem háð eru innan vébanda BSÍ og eru skráð í mótaskrá BSÍ. Smellið hér til að skoða reglurnar sem voru endurskoðaðar haustið 2019.

Flest badmintonmót á Íslandi hafa frá og með hausti 2007 verið skipulögð í hugbúnaðinum Badminton Tournament Planner. Hægt er að skoða úrslit og niðurraðanir móta á www.tournamentsoftware.com.

Mælst er til þess að öll félög skrái leikmenn sína til keppni í badmintonmót á sérstöku excelskjali. Hægt er að hlaða niður skjalinu með því að smella hér.

Fyrir félög sem halda mót er hægt að nálgast lista yfir það sem þarf að gera með því að smella hér.