Mótahald BSÍ
Badmintonsamband Íslands heldur fjögur stór mót á hverjum vetri. Í janúar 2007 var Badmintonsambandið auk þess framkvæmdaaðili Evrópukeppni B-þjóða sem haldin var í Laugardalshöll og í nóvember 2014 hélt sambandið hluta af forkeppni EM landsliða þegar einn riðill var spilaður í TBR.
Úrslit móta síðastliðinna ára má finna inni á Tournament Software, www.tournamentsoftware.com.
Meistaramót Íslands
Á Meistaramóti Íslands í badminton er keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkunum meistaraflokki, A-flokki og B-flokki. Einnig er keppt í flokkum öldunga 40 ára og eldri, 50 ára og eldri og 60 ára og eldri.
Meistaramót Íslands 20211 verður haldið í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR) dagana 22. - 25. apríl 2021.
Mótsboðið má nálgast hér þegar nær dregur.
Íslandsmót unglinga
Á Íslandsmóti unglinga er keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum flokkum unglinga þ.e. U11, U13, U15, U17 og U19.
Íslandsmót unglinga 2021 verður haldið á Akranesi helgina 9. - 11. apríl 2021.
Smellið hér til að sjá mótsboðið þegar nær dregur.
Deildakeppni BSÍ
Deildakeppni BSÍ er keppni badmintonfélaga um Íslandsmeistaratitil í liðakeppni. Í núverandi fyrirkomulagi fer keppnin fram á einni helgi ár hvert. Í mörgum nágrannalöndum okkar fer sambærileg keppni fram allan veturinn með leikjum heima og heiman líkt og við þekkjum úr keppni boltagreina hér á landi.
Mjög mörg lið taka ár hvert þátt í Deildakeppni BSÍ ár hvert og skapast oft mikil stemming í TBR-húsunum þar sem keppnin fer jafnan fram. Flest lið eru yfirleitt skráð til keppni í B-deild þar sem aldur er afstætt hugtak. Keppendur geta verið á aldrinum 14 til 70 ára og jafnvel eldri.
Spilað verður eftir reglum Badmintonsambands Íslands.
Deildakeppni BSÍ 2021 fer fram helgina 26. - 28. febrúar 2021 í TBR.
Iceland International
Badmintonsamband Íslands hefur um árabil haldið alþjóðlegt mót ár hvert. Mótið hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni síðastliðin ár og ber nafnið Iceland International.
Iceland International 2018 fer fram í TBR dagana 28. - 31. janúar 2021.
Smellið hér til að lesa mótsboðið þegar nær dregur.