Mótahald BSÍ

Badmintonsamband Íslands heldur fjögur stór mót á hverjum vetri. Í janúar 2007 var Badmintonsambandið auk þess framkvæmdaaðili Evrópukeppni B-þjóða sem haldin var í Laugardalshöll og í nóvember 2014 hélt sambandið hluta af forkeppni EM landsliða þegar einn riðill var spilaður í TBR.

 

Úrslit móta síðastliðinna ára má finna inni á Tournament Software, www.tournamentsoftware.com

 

Meistaramót Íslands 

Á Meistaramóti Íslands í badminton er keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkunum meistaraflokki, A-flokki og B-flokki. Einnig er keppt í flokkum öldunga 40 ára og eldri, 50 ára og eldri og 60 ára og eldri.

Meistaramót Íslands 2020 verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu (BH) dagana 1. - 5. apríl 2020.
Mótsboðið má nálgast hér þegar nær dregur. 

Íslandsmót unglinga

Á Íslandsmóti unglinga er keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum flokkum unglinga þ.e. U11, U13, U15, U17 og U19. Þegar keppnisstaðir leyfa er keppt í öllum getustigum þ.e. A, B, C og D flokkum en keppni í öllum flokkum krefst þess að mögulegt sé að leika á amk 12 völlum í einu.

Íslandsmót unglinga 2020 verður haldið í Mosfellsbæ helgina 20. - 22. mars 2020.
Smellið hér til að sjá mótsboðið þegar nær dregur.

Deildakeppni BSÍ

Deildakeppni BSÍ er keppni badmintonfélaga um Íslandsmeistaratitil í liðakeppni. Í núverandi fyrirkomulagi fer keppnin fram á einni helgi ár hvert. Í mörgum nágrannalöndum okkar fer sambærileg keppni fram allan veturinn með leikjum heima og heiman líkt og við þekkjum úr keppni boltagreina hér á landi.

Mjög mörg lið taka ár hvert þátt í Deildakeppni BSÍ ár hvert og skapast oft mikil stemming í TBR-húsunum þar sem keppnin fer jafnan fram. Flest lið eru yfirleitt skráð til keppni í B-deild þar sem aldur er afstætt hugtak. Keppendur geta verið á aldrinum 12 til 70 ára og jafnvel eldri.
Spilað verður eftir reglum fyrir Deildarkeppni Badmintonsambands Íslands.

Smellið hér til að skoða reglur um Deildakeppni BSÍ.

Deildakeppni BSÍ 2020 fer fram helgina 6. - 8. mars 2020 í TBR. 

Iceland International

Badmintonsamband Íslands hefur um árabil haldið alþjóðlegt mót ár hvert. Mótið hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni síðastliðin ár og ber nafnið Iceland International.

Iceland International 2018 fer fram í TBR dagana 23. - 26. janúar 2020.
Smellið hér til að lesa mótsboðið þegar nær dregur.

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM