Flokkaskiptingar

Í badminton er keppt í annarsvegar fullorðinsflokkum og hinsvegar unglingaflokkum.

Fullorðinsflokkarnir eru eftirfarandi:

 

Meistaraflokkur
A-flokkur
B-flokkur

 

Leikmenn hefja alla jafna keppni í B-flokki og eru síðan færðir upp um flokk þegar við á.
Færslur milli flokka eru tilkynntar á heimasíðu sambandsins og í ársskýrslum.

Reglur um færslur á milli flokka í fullorðinsflokkum má finna hér. (samþykkt af stjórn í sept 2019)

 

Hægt er að smella á nöfn flokkanna hér að ofan til að sjá hvaða leikmenn eru skráðir í hvern flokk fyrir sig. Miðað er við að leikmenn 40 ára og eldri geti ráðið í hvaða flokki þeir keppa.

Einnig er í einstaka mótum keppt í flokkum eldri leikmanna og eru þeir skilgreindir á eftirfarandi hátt:

 

Öðlingaflokkur - 40 ára og eldri
Æðstiflokkur - 50 ára og eldri
Heiðursflokkur - 60 ára og eldri

 

Trimmmót eru haldin reglulega í badminton. Þar er miðað við að leikmenn 16 ára og eldri sem ekki taka þátt í Meistara- og A-flokks mótum séu gjaldgengir.

 

Unglingaflokkarnir eru eftirfarandi (veturinn 2020 - 2021): Athugið að búið er að skoða breytingar á aldursflokkaferfi í Evrópu þannig að unglingar gangi upp úr unglingaflokkum um áramót en ekki að vori. Það á við um alþjóðleg mót en ekki mót innanlands á Íslandi.

 

Snáðar og snótir - U11 - fædd 2010 og síðar
Hnokkar og tátur - U13 - fædd 2009 og 2008
Sveinar og meyjar - U15 - fædd 2007 og 2006
Drengir og telpur - U17 - fædd 2005 og 2004 
Piltar og stúlkur - U19 - fædd 2003 og 2002

 

Unglingamótum er gjarnan skipt upp í getustig. A mót eru opin fyrir alla leikmenn en svokölluð B&C mót eru aðeins fyrir þá leikmenn sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum A-mótum. Yfirleitt þurfa þjálfarar að meta það hvoru getustiginu sínir leikmenn tilheyra.

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM