Flokkaskiptingar
Í badminton er keppt í fullorðinsflokkum og unglingaflokkum.
Fullorðinsflokkar
Fullorðinsflokkarnir / deildir eru eftirfarandi (samþykkt þann 8. júlí 2021):
Úrvalsdeild
1. deild
2. deild
Styrkleikalisti BSÍ í fullorðinsflokki segir til um hverjir hafa heimild til að leika í hverri deild í viðkomandi móti.
Nánari reglur um deildaskiptingar má finna í mótareglum BSÍ - smellið hér til að finna mótareglurnar.
Trimmmót eru haldin reglulega í badminton. Þar er miðað við að leikmenn 16 ára og eldri sem ekki taka þátt í Úrvals- eða 1. deild séu gjaldgengir.
Unglingaflokkar
Unglingaflokkarnir eru eftirfarandi veturinn 2025 - 2026: Athugið að búið er að gera breytingar á aldursflokkaferfi í Evrópu þannig að unglingar gangi upp úr unglingaflokkum um áramót en ekki að vori. Það á við um alþjóðleg mót en ekki mót innanlands á Íslandi.
Snáðar og snótir: U11 - fædd 2015 og síðar
Hnokkar og tátur: U13 - fædd 2013 og 2014
Sveinar og meyjar: U15 - fædd 2011 og 2012
Drengir og telpur: U17 - fædd 2009 og 2010
Piltar og stúlkur: U19 - fædd 2007 og 2008
Unglingamótum er skipt upp í getustig af röðunarnefnd BSÍ.





